Aron Bjarnason skoraði glæsilegt mark fyrir Sirius er liðið vann 2:0-heimasigur á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Aron gerði fyrra mark Sirius með glæsilegu skoti utan teigs í bláhornið. Hann hefur nú gert tvö mörk í ellefu leikjum með Sirius í deildinni á leiktíðinni.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Aron Bjarnason ger IK Sirius ledningen hemma mot IFK Värnamo! 🔵⚫️
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) June 4, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/RYTiLOs9tZ