Royal Antwerp varð í dag belgískur meistari í fótbolta á afar dramatískan hátt. Liðinu nægði jafntefli gegn Genk á útivelli og urðu lokatölur 2:2.
Toby Alderweireld, sem er fæddur í Antwerp, skoraði jöfnunarmark liðsins með glæsilegu skoti í uppbótartíma og tryggði liðinu meistaratitilinn í fyrsta skipti frá árinu 1957.
Alderweireld hefur leikið með stórum liðum á borð við Atlético Madrid, Ajax og Tottenham, en hann sneri aftur í heimabæinn á síðasta ári og tryggði liðinu belgíska meistaratitilinn í dag.
Alderweireld var lykilmaður í belgíska landsliðinu, áður en landsliðskórnir fóru á hilluna á síðasta ári. Lék hann 127 leiki í belgísku treyjunni og skoraði fimm mörk.
Markið sem tryggði titilinn má sjá hér fyrir neðan.
An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk
— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023