Stórkostlegt augnablik í Belgíu (myndskeið)

Toby Alderweireld fagnar markinu með stuðningsmönnum.
Toby Alderweireld fagnar markinu með stuðningsmönnum. AFP/Tom Goyvaerts

Royal Antwerp varð í dag belgískur meistari í fótbolta á afar dramatískan hátt. Liðinu nægði jafntefli gegn Genk á útivelli og urðu lokatölur 2:2.

Toby Alderweireld, sem er fæddur í Antwerp, skoraði jöfnunarmark liðsins með glæsilegu skoti í uppbótartíma og tryggði liðinu meistaratitilinn í fyrsta skipti frá árinu 1957.

AFP/Tom Goyvaerts

Alderweireld hefur leikið með stórum liðum á borð við Atlético Madrid, Ajax og Tottenham, en hann sneri aftur í heimabæinn á síðasta ári og tryggði liðinu belgíska meistaratitilinn í dag.

Alderweireld var lykilmaður í belgíska landsliðinu, áður en landsliðskórnir fóru á hilluna á síðasta ári. Lék hann 127 leiki í belgísku treyjunni og skoraði fimm mörk.

Markið sem tryggði titilinn má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert