Norðurírski knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers er ofarlega á lista skoska félagsins Celtic sem arftaki Grikkjans Ange Postecoglou sem nýr þjálfari liðsins.
Postecoglou er á leiðinni til Tottenham eftir að hafa fagnað góðum árangri hjá skoska félaginu og unnið síðustu tvo Skotlandsmeistaratitla.
En þar sem Grikkinn er á förum þarf Celtic að leita sér að arftaka og er Brendan Rodgers, sem stýrði liðinu frá 2016 til 2019, efst á lista.
Rodgers vann skoska titilinn og bikarinn í tvígang ásamt því að vinna skoska deildabikarinn þrívegis, en hann yfirgaf í febrúar á þriðja tímabili sínu þar sem hann hefði eflaust bætt við fleiri bikurum í safnið.