Táraflóð þegar Zlatan kvaddi (myndskeið)

Zlatan Ibrahimovic kvaddi í gær.
Zlatan Ibrahimovic kvaddi í gær. AFP/Gabriel Bouys

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic tilkynnti í gær að hann hefði leikið sinn síðasta leik á ferlinum.

Zlatan, sem er 41 árs gamall, tilkynnti ákvörðun sína eftir lokaleik AC Milan gegn Verona í lokaumferð ítölsku A-deildarinnar á San Siro-leikvanginum í Mílanó.

Sví­inn hef­ur spilað fyr­ir stórlið á borð við Ajax, Ju­vent­us, In­ter Mílanó, Barcelona, AC Mil­an, Par­ís SG og Manchester United.

Hann hef­ur skorað 339 deild­ar­mörk á ferl­in­um og 62 mörk í 122 lands­leikj­um fyr­ir Svíþjóð.

Sænski framherjinn átti afar erfitt með sig þegar hann kvaddi stuðningsmenn AC Milan, líkt og bæði leikmenn og stuðningsmenn félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert