Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic tilkynnti í gær að hann hefði leikið sinn síðasta leik á ferlinum.
Zlatan, sem er 41 árs gamall, tilkynnti ákvörðun sína eftir lokaleik AC Milan gegn Verona í lokaumferð ítölsku A-deildarinnar á San Siro-leikvanginum í Mílanó.
Svíinn hefur spilað fyrir stórlið á borð við Ajax, Juventus, Inter Mílanó, Barcelona, AC Milan, París SG og Manchester United.
Hann hefur skorað 339 deildarmörk á ferlinum og 62 mörk í 122 landsleikjum fyrir Svíþjóð.
Sænski framherjinn átti afar erfitt með sig þegar hann kvaddi stuðningsmenn AC Milan, líkt og bæði leikmenn og stuðningsmenn félagsins.
End of an era.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023
Thanks, Zlatan. 🤴🏼🇸🇪
🎥 @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i