Valin best í Meistaradeildinni

Aitana Bonmatí í baráttu um boltann í úrslitaleiknum gegn Wolfsburg.
Aitana Bonmatí í baráttu um boltann í úrslitaleiknum gegn Wolfsburg. AFP/Kenzo Tribouillard

Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona, hefur verið valin af UEFA sem besti leikmaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta tímabilið 2022-23.

Bonmatí var í stóru hlutverki hjá Barcelona og ekki síst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Wolfsburg í Eindhoven á laugardaginn þar sem hún lagði upp eitt markanna í sigri Barcelona, 3:2.

Lena Oberdorf, miðjumaður Wolfsburg, var valin besti ungi leikmaður Meistaradeildarinnar.

Í ellefu manna úrvalsliði Meistaradeildarinnar eru sex leikmenn frá Barcelona og fjórir frá Wolfsburg en liðið er þannig skipað:

Mark:
Merle Frohms, Wolfsburg

Vörn:
Lucy Bronze, Barcelona
Irene Paredes, Barcelona
María Pilar León, Barcelona
Katie McCabe, Arsenal

Miðja:
Aitana Bonmatí, Barcelona
Lena Oberdorf, Wolfsburg
Patricia Guijarro, Barcelona

Sókn:
Graham Hansen, Barcelona
Alexandra Popp, Wolfsburg
Ewa Pajor, Wolfsburg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert