Benzema kominn til Sádi-Arabíu

Karim Benzema skrifaði undir þriggja ára samning við Al-Ittihad.
Karim Benzema skrifaði undir þriggja ára samning við Al-Ittihad. Ljósmynd/@ittihad_en

Franski knattspyrnumaðurinn Karim Benzema er formlega orðinn leikmaður Al-Ittihad, sádi-arabísku meistaranna, þar sem hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning.

Benzema batt enda á 14 ára dvöl sína hjá Real Madríd á dögunum og mun væntanlega ljúka ferlinum í Sádi-Arabíu, enda verður sóknarmaðurinn magnaði 36 ára síðar á þessu ári.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitteraðgangi sínum að hann muni fá rétt tæplega 200 milljónir evra í árslaun.

Al-Itti­had fagnaði sigri í efstu deild Sádi-Ar­ab­íu á dög­un­um eft­ir harða bar­áttu við Cristiano Ronaldo og liðsfé­laga hans í Al-Nassr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert