Þorleifur Úlfarsson og liðsfélagar hans í Houston Dynamo áttu ekki í neinum vandræðum með Chicago Fire þegar liðin áttust við í átta liða úrslitum bandarísku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í nótt.
Lauk leiknum, sem fór fram í Chicago, með öruggum sigri Houston, 4:1.
Þorleifur kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá Houston, þegar staðan var 3:1.
Skömmu síðar bættu gestirnir við fjórða markinu og fóru þar með örugglega í undanúrslit bikarkeppninnar.