Fylgir Benzema til Sádi-Arabíu

N'Golo Kanté er á leið til Al-Ittihad.
N'Golo Kanté er á leið til Al-Ittihad. AFP/Justin Tallis

Franski knattspyrnumaðurinn N’Golo Kanté hefur samþykkt tveggja ára samning við sádi-arabísku meistarana í Al-Ittihad.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Kanté, sem kemur á frjálsri sölu frá Chelsea, muni fá 100 milljónir evra í árslaun.

Hann er 32 ára miðjumaður sem lék lítið fyrir Chelsea á nýafstöðnu tímabili vegna þrálátra meiðsla.

Kanté er þó heill heilsu sem stendur og er þegar búinn að standast læknisskoðun hjá Al-Ittihad.

Í gær tilkynnti félagið um komu Karim Benzema á frjálsri sölu frá Real Madríd og má vænta þess að fljótlega verði tilkynnt formlega um komu Kanté.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert