Samkomulag um kaup á Bellingham

Jude Bellingham hefur verið í lykilhlutverki í liði Dortmund.
Jude Bellingham hefur verið í lykilhlutverki í liði Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Real Madrid hefur komist að samkomulagi við Borussia Dortmund í Þýskalandi um kaup á enska miðjumanninum Jude Bellingham fyrir um 100 milljónir evra.

The Athletic greinir frá þessu í dag og segir að Bellingham muni gangast undir læknisskoðun á næstu dögum áður en gengið verður formlega frá kaupunum.

Bellingham er aðeins 19 ára gamall en er þegar talinn vera í hópi bestu miðjumanna heims. Hann var að ljúka sínu þriðja tímabili með Dortmund eftir að hafa áður spilað kornungur í tvö ár með Birmingham í ensku B-deildinni.

Bellingham var í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert