Um 30 stuðningsmenn Fiorentina og West Ham hafa verið handteknir vegna óláta fyrir leik liðanna í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, sem fram fer í Prag, höfuðborg Tékklands, í kvöld.
Samkvæmt Sky réðust stuðningsmenn Fiorentina að stuðningsmönnum West Ham og köstuðu m.a. stólum í átt stuðningsmanna enska félagsins. Þá var flugeldum kastað inn á ölhús þar sem stuðningsmenn sátu að sumbli.
Myndskeið af ólátunum má sjá hér fyrir neðan.
Prague: @skynews obtains video of fighting ahead of West Ham-Fiorentina #UECLfinal with eyewitnesses later saying a group of Italians with fireworks and weapons attacked West Ham fans leading to fighting and street covered in broken glass pic.twitter.com/7KKqWfv4VU
— Rob Harris (@RobHarris) June 7, 2023