Ekki ást við fyrstu sýn (myndskeið)

De Bruyne og Haaland ræða málin á æfingu í dag.
De Bruyne og Haaland ræða málin á æfingu í dag. AFP/Paul Ellis

Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Istanbúl í kvöld vegna úrslitaleiks City og Inter Mílanó í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

De Bruyne og norski markahrókurinn Erling Haaland hafa náð ansi vel saman hjá City á leiktíðinni og hefur Belginn lagt upp ófá mörkin á Norðmanninn.

De Bruyne var spurður á fundinum hvort það hafi verið ást við fyrstu sýn hjá leikmönnunum. Hann svaraði því neitandi og sagðist vera ánægður með eiginkonu sinni.

Svarið hjá De Bruyne og viðbrögðin í kjölfarið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert