Frá Beckham til Kanada

Phil Neville er kominn í þjálfarateymi kanadíska landsliðsins.
Phil Neville er kominn í þjálfarateymi kanadíska landsliðsins. AFP/Lauren Sopourn

Enski knattspyrnuþjálfarinn Phil Neville hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi kanadíska karlalandsliðsins, aðeins átta dögum eftir að hann var rekinn sem þjálfari Inter Miami í Bandaríkjunum.

Neville verður á hliðarlínunni er Kanada leikur við Panama í undanúrslitum Þjóðadeildar Norður-Ameríku næstkomandi fimmtudag.

Kanada lék á lokamóti HM í Katar í sumar, í fyrsta skipti frá árinu 1986. Liðið féll úr leik í riðlakeppninni eftir leiki við Belgíu, Króatíu og Marokkó.

Yfirmaður Neville hjá Inter Miami var David Beckham, eigandi félagsins, en þeir léku lengi saman með Manchester United á sínum tíma. Lionel Messi gengur í raðir félagsins í næsta mánuði, þegar samningur hans við París SG rennur sitt skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert