Íslendingaliðið tók síðasta Evrópusætið

Elías Rafn Ólafsson var á bekknum.
Elías Rafn Ólafsson var á bekknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Midtjylland tryggði sér í kvöld sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð með 1:0-útisigri á Viborg í hreinum úrslitaleik um síðasta Evrópusæti danska boltans.

Tyrkinn Aral Simsir skoraði sigurmark Midtjylland á 66. mínútu. Liðið hafnaði í efsta sæti neðri hluta deildarinnar og Viborg í fjórða sæti efri hlutans.

Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á bekknum hjá Midtjylland. Daníel Freyr Kristjánsson var ekki í hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert