Knattspyrnumarkvörðurinn Sergio Rico er kominn til meðvitundar eftir að hann féll af hestbaki fyrir tólf dögum sínum í heimalandi sínu Spáni.
Það er ESPN sem greinir frá þessu en Rico, sem er 29 ára gamall, er samningsbundinn París SG í Frakklandi.
Eins og áður sagði féll Rico af hestbaki og hlaut við það þungt höfuðhögg en honum var haldið sofandi á gjörgæslu eftir slysið.
Þrátt fyrir að markvörðurinn sé kominn til meðvitundar liggur hann enn þungt haldin á spítala á Spáni.