Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að búið væri að selja meira en milljón miða á leiki heimsmeistaramóts kvenna, sem fram er í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.
Þegar er búið að selja fleiri miða á leiki mótsins í ár en seldust á mótið í Frakklandi fyrir fjórum árum. Nákvæm tala eru 1.032.884 miðar, samkvæmt Gianni Infantino, forseta FIFA.
Vonir standa til að HM kvenna í sumar verði mest sótti íþróttaviðburður sögunnar í kvennaflokki.
Leikur Ástralíu og Írlands hefur verið færður á Stadium Australia, sem tekur 83.500 manns í sæti, vegna mikillar eftirspurnar. Búist er við að uppselt verði á leikinn.