Snýr aftur til Real Madrid

Fran Gracía er kominn til Real Madrid á nýjan leik.
Fran Gracía er kominn til Real Madrid á nýjan leik. Ljósmynd/Real Madrid

Spænski knattspyrnumaðurinn Fran Gracía hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Real Madrid. Hann kemur til félagsins frá Rayo Vallecano, þar sem hann hefur verið undanfarin þrjú tímabil.

García er uppalinn hjá Real Madrid, en Vallecano keypti hann fyrir þremur tímabilum. Real setti ákvæði í kaupsamninginn, sem gerði félaginu kleift að kaupa hann til baka á fimm milljónir evra, sem Madridarfélagið hefur nú nýtt.

García hefur leikið fyrir öll yngri landslið Spánar og verið fastamaður í Vallecano. Þar hefur hann leikið 109 leiki í efstu deild og skorað fjögur mörk. Hann lék á sínum tíma 57 leiki fyrir B-lið Real.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert