City Evrópumeistari í fyrsta sinn

Rodri fagnar marki sínu í kvöld.
Rodri fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Franck Fife

Það var mark úr óvæntri átt sem tryggði Manchester City Meistaradeildartitilinn í kvöld þegar liðið vann Inter Mílanó, 1:0. Með sigrinum náði Manchester City að tryggja sér þrennuna svokölluðu, þrennan samanstendur af sigri í ensku úrvalsdeildinni, ensku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu.

Leikið var á Atatürk Olympic Stadium í Istanbúl, Tyrklandi og var búist við hörkuleik í kvöld.

Leikurinn fór frekar rólega af stað í kvöld en á 5. mínútu átti Bernardo Silva fína tilraun sem fór rétt framhjá marki Inter. 

Stuðningsmenn Manchester City söfnuðust saman á torgi í Manchester og …
Stuðningsmenn Manchester City söfnuðust saman á torgi í Manchester og horfðu á leikinn. AFP/Oli Scarff

Erling Haaland fékk dauðafæri á 27. mínútu þegar hann komst einn innfyrir vörn Inter eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Haaland átti skot að marki sem fór tiltölulega beint á André Onana, markvörð Inter, og varði hann vel.

Kevin De Bruyne þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 36. mínútu og kom enski landsliðsmaðurinn Phil Foden inná í hans stað.

Sigurmarkið leit ljós á 68. mínútu leiksins. Þá átti Manuel Akanji flotta sendingu í gegnum vörn Inter á Bernardo Silva. Portúgalinn reyndi fyrirgjöf sem fór af Francesco Acerbi og út í teiginn. Þar mætti Rodri og átti frábært skot sem reyndist óverjandi fyrir Onana í marki Inter og City komið í forystu, 1:0.

Romelu Lukaku fékk dauðafæri til að jafna leikinn undir lok …
Romelu Lukaku fékk dauðafæri til að jafna leikinn undir lok leiks í kvöld. AFP/Bulent Kilic

Þremur mínútum síðar átti Federico Dimarco skalla í þverslána fyrir Inter og voru Ítalarnir óheppnir að jafna ekki leikinn.

Phil Foden sýndi frábær tilþrif á 78. mínútu þegar hann snéri af sér varnarmann Inter áður en hann átti skot sem Onana varði vel í markinu.

Á 89. mínútu fékk Romelu Lukaku besta færi leiksins. Hann átti þá skalla að marki frá markteig en Ederson náði að verja í marki City. Algjört dauðafæri sem fór forgörðum og vonir Inter-manna runnu út í sandinn.

City-menn náðu að halda út og lönduðu sigri. Þar með sýndi liðið að það er svo sannarlega það besta í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Leikmenn Manchester City fagna eftir að lokaflautið gall.
Leikmenn Manchester City fagna eftir að lokaflautið gall. AFP/Ozan Kose
Man. City 1:0 Inter Mílanó opna loka
90. mín. Romelu Lukaku (Inter Mílanó) á skot framhjá Kemst í fína stöðu en skot hans er frekar slakt og fer vel framhjá markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert