Skoraði annan leikinn í röð

Kristín Dís Árnadóttir og stöllur í Bröndby þurfa að sætta …
Kristín Dís Árnadóttir og stöllur í Bröndby þurfa að sætta sig við annað sæti. mbl.is/Unnur Karen

Emilía Ásgeirsdóttir skoraði annan leikinn í röð í 4:0-útisigri Nordsjælland á Kolding í lokaumferð dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Emilía byrjaði leikinn á tréverkinu en hún kom inná í byrjun síðari hálfleiks. Markið skoraði hún á 79. mínútu og kom Nordsjælland í 4:0. 

Kristín Dís Árnadóttir sat allan tímann á varamannabekknum í 1:1 jafntefli í toppslag Bröndby og Koge í dag. Með jafnteflinu tryggði Köge sér danska meistaratitilinn.

Hulda Hrund Arnarsdóttir og stöllur í Thy Thisted máttu þola tap ggn Fortuna Hjörring, 2:0, í dag. Hulda byrjaði leikinn en var tekin af velli á 75. mínútu. 

Bröndby endaði í öðru sæti deildarinnar mep 57 stig. Nordsjælland í fjórða sæti með 28 og Thisted í sjötta með 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert