Skoraði fyrir toppliðið

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði gegn Brann í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði gegn Brann í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði mark Vålerenga í jafntefli gegn Brann, 1:1, á heimavellí í Osló í dag. 

Ingibjörg var að vanda á sínum stað í vörn Vålerenga en hún kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiksins. Brann jafnaði á 72. mínútu og við stóð, 1:1. Natasha er enn að glíma við meiðsli i liði Brann. 

Vålerenga er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig, fimm á undan Rosenborg sem á þó leik til góða. Brann er í fimmta sæti með 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert