Alfons og félagar í Evrópukeppni

Alfons Sampsted spilar með Twente.
Alfons Sampsted spilar með Twente. Ljósmynd/Twente

Twente vann í dag Sparta Rotterdam í seinni úrslitaleik liðanna í umspili fyrir Sambandsdeildina í hollenska boltanum, 1:0.

Fyrri leik liðanna lauk með 1:1 jafntefli og vinnur Twente því einvígið samanlagt 2:1 og fer í undankeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili.

Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekk Twente í dag eins og oft áður í vetur. Alfons er í A-landsliðshópi Íslands sem tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert