Þrjú af fjórum Íslendingaliðunum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta unnu sína leiki í nótt. Þrír íslenskir leikmenn komu við sögu hjá sínum liðum.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn með liði sínu D.C. United í tapi gegn Atlanta United, 3:1. Leikið var á heimavelli Atlanta og lék Guðlaugur á miðjunni í nótt. D.C. United er í 8. sæti Austurdeildarinnar með 23 stig.
Dagur Dan Þórhallsson kom inná á 77. mínútu þegar Orlando City vann góðan heimasigur á Colorado Rapids, 2:0. Orlando City situr í 7. sæti Austurdeildarinnar með 26 stig.
Þá vann Houston Dynamo frábæran heimasigur á Los Angeles FC. Þorleifur Úlfarsson kom inná á 78. mínútu leiksins. Houston er í 8. sæti Vesturdeildar með 21 stig.
CF Montreal vann flottan sigur á Minnesota United, 4:0. Róbert Orri Þorkelsson sat allan tímann á varamannabekk Montreal. Eftir sigurinn er Montreal í 9. sæti Austurdeildar með 22 stig.
Nú tekur við landsleikjahlé þar sem Guðlaugur Victor er í A-landsliðshóp og Róbert Orri er í hóp U21 árs liðs Íslands sem leikur tvo vináttulandsleiki á dögunum.