Ótrúlegt sigurmark í Bandaríkjunum (Myndskeið)

Lucas Zelarayan leikmaður Columbus Crew.
Lucas Zelarayan leikmaður Columbus Crew. Ljósmynd/Opta

Lucas Zelarayan, leikmaður Columbus Crew, skoraði ótrúlegt mark í leik liðsins gegn Chicago Fire í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt.

Cucho hafði komið Columbus yfir í leiknum áður en Xherdan Shaqiri, fyrrum leikmaður Liverpool, jafnaði fyrir heimamenn í Chicago á 88. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli en Armeninn Zelarayan var á öðru máli.

Á þriðju mínútu uppbótartíma fékk hann boltann við miðju vallarins. Hann tók eftir því að Spencer Richey, markvörður Chicago, stóð alltof framarlega og ákvað hann að láta vaða að marki. Boltinn söng í netinu og reyndist þetta vera sigurmark leiksins.

Myndskeið af markinu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert