Slys í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sjálfsmark.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sjálfsmark. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslendingaliðið Norrköping gerði í dag 2:2-jafntefli á útivelli gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Andri Lucas Guðjohnsen fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Norrköping, en hann varð fyrir því ólani að skora sjálfsmark á 39. mínútu og breytti stöðunni í 2:1, eftir að liðið hafði komist í 2:0.

Framherjinn var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti á leiktíðinni og lék fyrstu 87 mínúturnar, en leikurinn var liður í 13. umferð deildarinnar. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Norrköping og var fyrirliði. Ari Freyr Skúlason kom inn á sem varamaður á 62. mínútu.

Arnór Sigurðsson var í leikbanni og lék því ekki með Norrköping, en hann hefur nú yfirgefið félagið, eftir að hafa verið hjá því að láni frá CSKA Mosvku í Rússlandi. 

Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu 66 mínúturnar með meisturum Häcken er liðið vann sannfærandi 3:0-heimasigur á Mjällby. Häcken er í þriðja sæti með 28 stig og Norrköping í 8. sæti með 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert