Spænska hetjan best – sjö City-menn

Manchester City er Evrópumeistari árið 2023.
Manchester City er Evrópumeistari árið 2023. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt lið og leikmenn tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Keppninni lauk í gær með 1:0-sigri Manchester City á Inter Mílanó í úrslitaleik í Istanbúl.

Spænski miðjumaðurinn Rodri skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik og hann er besti leikmaður keppninnar á leiktíðinni, samkvæmt sambandinu.

Í úrvalsliði keppninnar er hann einn af sjö leikmönnum City. Rúben Dias, Kyle Walker, Kevin De Bruyne, John Stones, Erling Haaland og Bernardo Silva eru einnig í liðinu.

Thibaut Courtois og Vinícius Jr. úr Real Madrid eru einnig í liðinu, sem og Federico Dimarco og Alessandro Bastoni úr Inter Mílanó.

Úrvalslið Meistaradeildar Evrópu samkvæmt UEFA má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert