Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt lið og leikmenn tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Keppninni lauk í gær með 1:0-sigri Manchester City á Inter Mílanó í úrslitaleik í Istanbúl.
Spænski miðjumaðurinn Rodri skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik og hann er besti leikmaður keppninnar á leiktíðinni, samkvæmt sambandinu.
Í úrvalsliði keppninnar er hann einn af sjö leikmönnum City. Rúben Dias, Kyle Walker, Kevin De Bruyne, John Stones, Erling Haaland og Bernardo Silva eru einnig í liðinu.
Thibaut Courtois og Vinícius Jr. úr Real Madrid eru einnig í liðinu, sem og Federico Dimarco og Alessandro Bastoni úr Inter Mílanó.
Úrvalslið Meistaradeildar Evrópu samkvæmt UEFA má sjá hér fyrir neðan.
👕✨ Introducing the 2022/23 UEFA Champions League Team of the Season, as selected by UEFA's Technical Observer panel.
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 11, 2023
Who would be your captain? ©️🤷♂️#UCL || #UCLfinal pic.twitter.com/tMrT2z3LPQ