„Tímabilið er of langt“

Guardiola með Meistaradeildarbikarinn í gær.
Guardiola með Meistaradeildarbikarinn í gær. AFP/Paul Ellis

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði á blaðamannafundi eftir sigur City í Meistaradeildinni í gær að tímabilið væri alltof langt og of mikils væri krafist af bestu leikmönnum heims í dag.

Manchester City spilaði 61 leik í öllum keppnum á tímabilinu og við það bætast landsliðsverkefni hjá leikmönnum liðsins. Guardiola er ekki ánægður með landsleikjagluggann sem tekur við nú að tímabili loknu.

„Við þurfum allir á fríi að halda, tímabilið er of langt. Flestir mínir leikmenn eru að fara í landsliðsverkefni. UEFA og FIFA, þið verðið að spá í þessu.

Deildinni lauk fyrir tveimur til þremur vikum, leikmennirnir koma til baka úr landsleikjunum og fá tvær til þrjár vikur í frí og byrja svo að undirbúa næsta tímabil. Maður krefst of mikils af þeim.“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert