Vann allt á sex mánuðum

Julian Alvarez hefur átt ótrúlega sex mánuði.
Julian Alvarez hefur átt ótrúlega sex mánuði. AFP/Paul Ellis

Argentínski framherjinn Julian Alvarez náði ótrúlegu afreki þegar lið hans, Manchester City, varð Evrópumeistari í gærkvöld.

Alvarez, sem er 23 ára, gekk til liðs við Manchester City síðastliðið sumar frá argentínska liðinu River Plate. Hann lék 49 leiki og skoraði 17 mörk fyrir City á tímabilinu.

City vann þrennuna svokölluðu, þ.e. ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu en þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan árið 1999 þegar nágrannar þeirra í Manchester United gerði það sama.

Ekki nóg með að hafa unnið þrennuna með City þá var Alvarez partur af heimsmeistaraliði Argentínu í desember.

Er hann því fyrsti leikmaður í sögunni til að vinna deildarkeppni, bikarkeppni, Evrópukeppni og heimsmeistaramót á sama tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert