Gerrard til Sádi-Arabíu

Steven Gerrard.
Steven Gerrard. AFP

Steven Gerrard er að taka við stjórnartaumunum hjá sádi-arabíska knattspyrnufélaginu Al-Ettifaq.

Reuters greindi frá því í gær að Ettifaq, sem hafnaði í sjöunda sæti í efstu deild Sádi-Arabíu, hafi boðið Gerrard starfið en að hann hafi beðið um tíma til þess að íhuga málið.

Í dag greinir félagið frá því á að Gerrard sé mættur til Sádi-Arabíu til þess að skrifa undir.

Síðast stýrði Gerrard liði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en var rekinn þaðan í október síðastliðnum eftir slæmt gengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert