Glódís í sérflokki í þýsku deildinni

Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern München gegn Arsenal …
Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern München gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í vor. AFP/Justin Tallis

Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og miðvörður stórliðs Bayern München, var sannkallaður lykilmaður hjá liðinu þegar það stóð uppi sem Þýskalandsmeistari á nýafstöðnu tímabili.

Glódís Perla spilaði nefnilega hverja einustu mínútu Bayern í þýsku 1. deildinni á tímabilinu, alls 1.980 mínútur í 22 leikjum.

Var hún eini útileikmaðurinn sem afrekaði það í deildinni á tímabilinu, en tveir markverðir í deildinni afrekuðu það einnig að spila hverja einustu mínútu fyrir sín lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert