Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og miðvörður stórliðs Bayern München, var sannkallaður lykilmaður hjá liðinu þegar það stóð uppi sem Þýskalandsmeistari á nýafstöðnu tímabili.
Glódís Perla spilaði nefnilega hverja einustu mínútu Bayern í þýsku 1. deildinni á tímabilinu, alls 1.980 mínútur í 22 leikjum.
Var hún eini útileikmaðurinn sem afrekaði það í deildinni á tímabilinu, en tveir markverðir í deildinni afrekuðu það einnig að spila hverja einustu mínútu fyrir sín lið.
WOW! 😲 #stats2223@glodisperla hat in der #DieLiga-Saison 2022/23 jede einzelne Minute gespielt. Nur zwei weitere Spielerinnen (2 Torhüterinnen) standen ebenfalls über die gesamte Spielzeit auf dem Platz. 🤯 Hut ab, Glódís! 🎩#FCBFrauen #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/AvspHWjiSq
— 🏆 MEISTERINNEN 🏆 (@FCBfrauen) June 12, 2023