Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Köbenhavn og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er orðaður við brottför til Frakklands í sumar.
Copenhagen Sundays, miðill sem er tileinkaður danska liðinu, kveðst hafa heimildir fyrir því að stórt franskt félag sé áhugasamt um að fá Hákon Arnar í sínar raðir og eigi nú í viðræðum við Köbenhavn.
Það rímar við það sem fram kom í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum, þar sem franska félagið Lille var sagt vilja festa kaup á honum.
Samkvæmt Copenhagen Sundays yrði kaupverðið á bilinu 2,3 til 3 milljarðar íslenskra króna.
Austurríska félagið Red Bull Salzburg er þá enn sagt áhugasamt um Skagamanninn en félagið lagði fram tilboð í janúar síðastliðnum, sem Köbenhavn hafnaði.
Uppfært kl. 11:51: Köbenhavn hefur staðfest að því hafi borist tilboð í Hákon Arnar frá ónefndu frönsku félagi. Danski miðillinn B.T. greinir frá því að Lille sé félagið.
HÁKON PÅ VEJ TIL FRANKRIG?
— Copenhagen Sundays (@CphSundays) June 12, 2023
Hákon Haraldsson kan meget vel være på vej til Frankrig.
Ifølge Copenhagen Sundays’ oplysninger, er der forhandlinger med en stor fransk klub.
Prisen skulle ligge på mellem 15 og 20 mio. euro.
Ud over 🇫🇷 nævnes Salzburg.
✍️ Cornelius Gabe#fcklive pic.twitter.com/VTPxZLh36R