Hollenski knattspyrnumaðurinn Steven Berghuis, leikmaður Ajax, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að kýla stuðningsmann Twente eftir leik liðanna í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði.
Twente vann leikinn 3:1 og eftir leik hrópaði stuðningsmaður liðsins til Berghuis er hann var að stíga upp í liðsrútu Ajax.
Eitthvað mislíkaði hollenska landsliðsmanninum það og rak honum högg.
Berghuis baðst síðar afsökunar á gjörðum sínum.
Hann hefur næsta tímabil í þriggja leikja banni þar sem Berghuis var þegar kominn í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld.