Þýskaland og Úkraína skildu jöfn, 3:3, í fjörugum vináttulandsleik þjóðanna í Bremen í Þýskalandi í dag.
Þetta var þúsundasti landsleikur Þýskalands frá upphafi en að mati Philip Lahm, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, valdi þýska knattspyrnusambandið réttan mótherja, Úkraínu.
Framherjinn Niclas Füllkrug kom Þjóðverjum yfir á sjöttu mínútu leiksins en á 19. mínútu jafnaði Viktor Tsigankov metin fyrir Úkraínu. Fjórum mínútum síðar setti Antonio Rüdiger boltann í eigið net og kom Úkraínumönnum yfir, 2:1.
Á 11. mínútu síðari hálfleiksins komust svo Úkraínumenn tveimur mörkum yfir, 3:1, og aftur var Tsigankov að verkum.
Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum rifu Þjóðverjar sig upp og Kai Havertz minnkaði muninn í 3:2 á 82. mínútu. Það var svo Joshua Kimmich sem jafnaði metin úr vítaspyrnu á fyrstu mínútu uppbótartímans og við stóð, 3.3.