Á förum frá dönsku meisturunum?

Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með FC Köbenhavn.
Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með FC Köbenhavn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á förum frá dönsku meisturunum FC Köbenhavn.

Tipsbladet fjallar um þetta í dag og vísar í viðtöl við Ísak í íslenskum fjölmiðlum, m.a. við mbl.is, þar sem hann lýsti yfir óánægju með takmörkuð tækifæri í liði FCK.

Nú hafi m.a. Norrköping í Svíþjóð og eitt af sex efstu liðunum í Danmörku sýnt áhuga á að fá Ísak, sem og félög í Hollandi.

Tipsbladet segir að það sé þó erfitt að sjá fyrir sér að FCK muni selja Ísak, eftir að hafa greitt háa upphæð fyrir hann á sínum tíma. Það sé því líklegast að hann verði lánaður á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert