Forsætisráðherra hrósaði Sveindísi í hástert

Sveindís Jane Jónsdóttir á fleygiferð í úrslitaleiknum.
Sveindís Jane Jónsdóttir á fleygiferð í úrslitaleiknum. AFP/Kenzo

„Sveindís er frábær fyrirmynd,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um knattspyrnukonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Frábært að fylgjast með henni

Sveindís, sem er 22 ára, er samningsbundin Wolfsburg í Þýskalandi en hún og liðsfélagar hennar þurftu að sætta sig við 3:2-tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum en leikurinn fór fram í Eindhoven í Hollandi.

„Hún er ekki bara frábær fyrirmynd fyrir Íslendinga heldur líka fyrir konur,“ sagði Katrín.

„Það hefur verið frábært að fylgjast með henni og hún er líka frábær fyrirmynd fyrir ungar stelpur.

Það gleður marga hluta í mínu hjarta að fylgjast með henni,“ bætti Katrín meðal annars við.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert