Spænski bakvörðurinn Jordi Alba er í virkum samningaviðræðum við bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami um að ganga í raðir félagsins.
Jordi Alba er ásamt því með tvö tilboð frá liðum í Sádi-Arabíu en hann yfirgaf Barcelona á nýafstöðnu tímabili eftir 11 ár. Hann hefur víst ekki tekið endanlega ákvörðun enn og mun meta möguleika sína á næstu vikum.
Jordi Alba er fyrrverandi liðsfélagi stórstjörnunnar Lionel Messi hjá Barcelona til margra ára. Í Barcelona-borg myndaði tvíeykið einstaka tengingu, sem við gætum fengið að sjá meira af í Bandaríkjunum.