Hafa vitað af þessu síðan í fyrra

Kylian Mbappé á æfingu með franska landsliðinu í gær.
Kylian Mbappé á æfingu með franska landsliðinu í gær. AFP/Franck Fife

Kylian Mbappé, sóknarmaður Parísar Saint-Germain, segir að bréf sem hann sendi forráðamönnum félagsins hafi einungis verið til þess fallið að staðfesta það sem þeir vissu þegar.

Mbappé sendi Par­ís­arliðinu form­legt bréf um að hann myndi ekki nýta sér val­kost­inn að framlengja samn­ing sinn við fé­lagið um eitt ár, eða til ársins 2025, en nú­ver­andi samn­ing­ur hans er til sum­ars­ins 2024.

Forráðamenn PSG furðuðu sig á bréfasendingunni þar sem þeim þótti hún óþörf.

„PSG hefur vitað frá 15. júlí 2022 af þeirri ákvörðun minni að framlengja ekki umfram 2024, og bréfið var einvörðungu sent til þess að staðfesta það sem ég hafði þegar sagt þeim,“ útskýrði Mbappé í samtali við AFP.

Hann hafi ekki óskað eftir því að vera seldur, heldur hafi einungis viljað ítreka fyrirætlanir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert