Kaupa ungan leikmann á 6 milljarða

Vitor Roque er 18 ára gamall Brasilíumaður.
Vitor Roque er 18 ára gamall Brasilíumaður. AFP/Alban Rosa

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona hefur fengið samþykkt tilboð sitt í 18 ára gamlan Brasilíumann að nafni Vitor Roque fyrir 40 milljónir evra, eða um 6 milljarða íslenskra króna. 

Frá þessu greina helstu miðlarnir á Spáni en Roque er sóknarmaður sem skoraði 15 mörk og lagði önnur þrjú upp fyrir brasilíska liðið Athletico Paranaense á nýafstöðnu tímabili í efstu deild Brasilíu. 

Roque mun skrifa undir fimm ára samning hjá Barcelona og gert er ráð fyrir að kaupverðið verði borgað í þremur greiðslum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert