Leikmaður City illa á sig kominn (mynd)

Það er venjulega gaman hjá Jack Grealish.
Það er venjulega gaman hjá Jack Grealish. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish, leikmaður þrefaldra meistara Manchester City, fékk sér aðeins of mikið neðan í því eftir að liðið vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á laugardagskvöld.

Grealish var fremstur í flokki í fögnuði City-manna og hefur fjöldi myndskeiða af honum birst á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áfengi um hönd.

Eftir stanslaust partístand í rúman sólarhring bönkuðu timburmennirnir upp á svo um munaði á mánudagsmorgni.

Grealish átti erfitt með gang þar sem liðsfélagi hans Kyle Walker þurfti að styðja við hann er þeir yfirgáfu hótel liðsins á mánudagsmorgun, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert