Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish, leikmaður þrefaldra meistara Manchester City, fékk sér aðeins of mikið neðan í því eftir að liðið vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á laugardagskvöld.
Grealish var fremstur í flokki í fögnuði City-manna og hefur fjöldi myndskeiða af honum birst á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áfengi um hönd.
Eftir stanslaust partístand í rúman sólarhring bönkuðu timburmennirnir upp á svo um munaði á mánudagsmorgni.
Grealish átti erfitt með gang þar sem liðsfélagi hans Kyle Walker þurfti að styðja við hann er þeir yfirgáfu hótel liðsins á mánudagsmorgun, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd:
Jack Grealish had to be held up by Kyle Walker as he left their hotel in Ibiza on Monday morning, before being offered a wheelchair by staff at the airport.
— City Xtra (@City_Xtra) June 12, 2023
📸 Splash, @SunSport pic.twitter.com/Sd2yM1Zk1d