Tilkynnti félaginu á undarlegan hátt

Kylian Mbappé, til vinstri, ásamt Zlatan Ibrahimovic á úrslitaleik Opna …
Kylian Mbappé, til vinstri, ásamt Zlatan Ibrahimovic á úrslitaleik Opna franska meist­ara­mót­sins í Tennis um helgina. AFP/Thomas Samson

Kylian Mbappé tilkynnti franska knattspyrnufélaginu París SG að hann myndi ekki framlengja samning sinn við félagið á undarlegan hátt. 

Mbappé sendi Parísarliðinu formlegt bréf um að hann myndi ekki nýta sér þann valkost að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, eða til 2025, en núverandi samningur hans er til sumarsins 2024. 

Forráðarmenn París SG furða sig á þessu uppátæki því frá fyrsta ágúst verður samningurinn sjálfkrafa ekki endurnýjaður, og því engin þörf á bréfi. Þeim finnst því undarlegt að hann hafi ekki bara sagt sér frá ákvörðunninni frekar en að senda bréf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert