Alfreð áfram í Danmörku

Alfreð Finnbogason verður áfram í herbúðum Lyngby á næstu leiktíð.
Alfreð Finnbogason verður áfram í herbúðum Lyngby á næstu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Alfreð, sem er 34 ára gamall, skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Framherjinn gekk til liðs við Lyngby í september á síðasta ári á frjálsri sölu eftir sex ár í herbúðum Augsburg í Þýskalandi.

Alfreð lék 13 leiki í dönsku úrvalsdeildinni á nýliðnu keppnistímabili þar sem liðið bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt en hann skoraði þrjú mörk í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert