Skýtur föstum skotum að Hazard

Toni Kroos skaut föstum skotum á fyrrverandi liðsfélaga sinn Eden …
Toni Kroos skaut föstum skotum á fyrrverandi liðsfélaga sinn Eden Hazard. AFP/Javier Soriano

Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos skaut föstum skotum að fyrrverandi samherja sínum hjá spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid, Eden Hazard.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Real Madrid og Eden Hazard hafi ákveðið að losa Belgann úr samningi 12 mánuðum áður en hann átti að renna út. 

Toni Kroos og Eden Hazard voru samherjar hjá Real Madrid öll ár Belgans en hann náði sér aldrei almennilega á strik eftir frábæra veru hjá Chelsea áður. Hann glímdi við hræðileg meiðsli á tíma sínum í Madríd, en var einnig í miklu veseni með að koma sér í almennilegt leikform. 

Í hlaðvarpi sínu talaði Toni Kroos um komu 19 ára Englendingsins Jude Bellingham til félagsins, en hann er keyptur á svipaða upphæð og Hazard. 

„Við vorum með annan leikmenn sem kom fyrir mikinn pening en eyðilagði feril sinn. Hann var keyptur á mikinn pening, og ég held að allir myndu segja að það hafi ekki verið góð kaup. En við skulum vera jákvæð,“ sagði Kroos en ummæli hans hafa vakið mikinn áhuga meðal stuðningsmanna á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert