Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í fótbolta, hefur verið ráðinn þjálfari U21 árs liðs belgíska félagsins Gent.
Arnar þekkir afar vel til knattspyrnunnar í Belgíu, því hann lék með Lokeren frá 1997 til 2006 og svo Cercle Brugge frá 2008 til 2014. Þá var hann um tíma þjálfari beggja liða, áður en hann tók við íslenska landsliðinu árið 2020.
Arnari var vikið frá störfum hjá KSÍ eftir 0:3-tap fyrir Bosníu á útivelli í undankeppni EM í mars, þrátt fyrir að 7:0-sigur á útivelli gegn Liechtenstein hafi fylgt í kjölfarið.