Kastaði upp í handtösku móður Grealish

Rúben Dias og Ederson með Evrópubikarinn síðastliðinn laugardag.
Rúben Dias og Ederson með Evrópubikarinn síðastliðinn laugardag. AFP/Franck Fife

Rúben Dias, miðvörður þrefaldra meistara Manchester City, lenti í óskemmtilegri uppákomu í fögnuði leikmanna liðsins um síðustu helgi eftir að fyrsti Meistaradeildartitillinn í sögu félagsins var í höfn.

Brasilíski markvörðurinn Ederson greindi frá því í samtali við Mirror að Dias drykki ekki áfengi að staðaldri.

„Þeir sem drekka gerðu það. 99 prósent hópsins drakk og naut sín. Margir leikmanna hættu ekki að skemmta sér fyrr en á mánudag. Þetta er hluti af þessu, maður verður að njóta góðu stundanna,“ sagði hann.

„Hluti af eina prósentinu er Nathan Aké. Aðrir leikmenn sem drekka ekki gerðu undantekningu. Rúben Dias ákvað að gera þessa undantekningu, en það fór ekki vel fyrir hann.

Eftir tvö áfengisskot kastaði hann öllu upp. Fyrir tilviljun rataði öll spýjan í handtösku móður Jack Grealish,“ bætti Ederson við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert