Eriksen vill fá landa sinn til United

Rasmus Hojlund gæti verið á leiðinni til Manchester United.
Rasmus Hojlund gæti verið á leiðinni til Manchester United. Ljósmynd/Atalanta

Danski landsliðsmaðurinn í fótbolta Christian Eriksen vill fá landa sinn Rasmus Hojlund til Manchester United.

Hojlund spilaði 34 leiki og skoraði 10 mörk fyrir Atalanta á nýliðnu tímabili en það var hans fyrsta með ítalska félaginu eftir að hann gekk til liðs við það frá Sturm Graz.

Hann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United undanfarnar vikur og hefur Eriksen sagst vera til í að fá hann til félagsins.

„Ég sé hann fyrir mér hjá Manchester United, ég hef ekki mælt með honum við Erik ten Hag. Hann er frábær strákur og góður leikmaður sem hefur bætt sig mikið hjá Atalanta. Ég get ekki svarað fyrir það hvað félagið ætlar að gera,“ sagði Eriksen.

Það gæti reynst þrautinni þyngri fyrir United að fá Hojlund því talið er að Atalanta vilji fá 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert