Lúxemborg er komið í þriðja sæti J-riðilsins eftir 2:0-heimasigur á Liechtenstein í Lúxemborg í dag.
Daniel Sinani kom Lúxemborg yfir á 59. mínútu leiksins, 1:0. Það var svo Gerson Rodrigues sem bætti við öðru markinu á 89. mínútu, 2:0, og sigur Lúxemborgar í höfn.
Lúxemborg er nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, jafnmörg og Slóvakía í öðru en stigi meira en Bosnía og Ísland í fjórða og fimmta. Ísland mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli og á sama tíma fær Portúgal Bosníu í heimsókn.
Liechtenstein er í neðsta sæti riðilsins án stiga.