Franski risinn París SG er sagður vilja Spánverjann Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, sem eftirmann Christophe Galtier.
Parísarfélagið rak Galtier í lok nýliðins tímabils þrátt fyrir að hafa hampað franska meistaratitlinum.
Vegna þess er félagið á leit eftir nýjum stjóra en Mikel Arteta er sagður vera efst á óskalista félagsins.
Ólíklegt þykir að Arteta, sem stýrði Arsenal í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili, vilji fara frá Norður-Lundúnum, en þessi ungi og efnilegi þjálfari verður æi eftirsóttari.