Englendingurinn Kyle Walker, knattspyrnumaður Manchester City, færist nær Bayern München.
Þýskir miðlar greina frá en Walker hefur verið orðaður við Bæjara undanfarið eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Samkvæmt Florian Plettenberg hjá SkySpors í Þýskalandi eru samningaviðræður í gangi og er þjálfari Bayern, Thomas Tuchel, sagður vera mjög ákveðinn í að fá bakvörðinn.
Það er þó ekkert samkomulag komið í höfn á milli félagana en allir aðilar eru bjartsýnir á að félagaskiptin fari í gegn.