Færist nær Bayern München

Kyle Walker færist nær Bæjaralandi.
Kyle Walker færist nær Bæjaralandi. AFP/Glyn Kirk

Englendingurinn Kyle Walker, knattspyrnumaður Manchester City, færist nær Bayern München. 

Þýskir miðlar greina frá en Walker hefur verið orðaður við Bæjara undanfarið eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 

Samkvæmt Florian Plettenberg hjá SkySpors í Þýskalandi eru samningaviðræður í gangi og er þjálfari Bayern, Thomas Tuchel, sagður vera mjög ákveðinn í að fá bakvörðinn. 

Það er þó ekkert samkomulag komið í höfn á milli félagana en allir aðilar eru bjartsýnir á að félagaskiptin fari í gegn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert