Ítalía vann bronsleikinn

Virgil van Dijk í baráttu við Mateo Retegui í leiknum …
Virgil van Dijk í baráttu við Mateo Retegui í leiknum í dag. AFP/Koen van Weel

Holland tók á móti Ítalíu í bronsleik Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í dag. Leikið var í Enschede í Hollandi og endaði leikurinn með sigri Ítalíu, 3:2.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Ítali því liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Federico Dimarco kom liðinu yfir með marki á 6. mínútu áður en Davide Frattesi tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu leiksins.

Steven Bergwijn minnkaði muninn fyrir heimamenn á 68. mínútu en Federico Chiesa kom Ítölum aftur í tveggja marka forystu á 73. mínútu. Georginio Wijnaldum gaf heimamönnum smá vonarneista með marki á 90. mínútu.

Þrátt fyrir að tíu mínútum hafi verið bætt við venjulegan leiktíma þá tókst Hollendingum ekki að jafna leikinn og Ítalir fögnuðu sterkum sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert