YouTube-stjarnan og streymarinn IShowSpeed hitti loks portúgölsku knattspyrnustjörnuna Cristiano Ronaldo eftir leik Portúgals og Bosníu í gær.
IShowSpeed, eða bara Speed eins og hann er oftast kallaður, hefur farið mikinn undanfarið ár og er orðinn meðal vinsælustu YouTube-stjörnum í heimi.
Eitt af því sem gerði hann frægan var sífelld ást hans fyrir Ronaldo, en hefur hann verið meðal dyggustu stuðningsmanna Portúgalans, og hættir ekki að tala um hann. Speed hefur hitt alls kyns leikmenn og var honum meðal annars boðið á leik hjá Manchester United, á meðan Ronaldo var enn hjá félaginu, en Ronaldo missti af leiknum.
Það var svo loks í gær þegar Speed hitti Ronaldo og var svo ánægður að sjá Portúgalann að hann kraup á hné. Hann setti síðar myndir af þeim félögum saman, en Twitter-færsla hans er komin með yfir 1,3 milljónir læka.
Ronaldo mætir með portúgalska landsliðinu á Laugardalsvöll á þriðjudaginn kemur.
i met him ronaldo🇵🇹 pic.twitter.com/4k5Ch22zZ9
— Speed⭐️ (@ishowspeedsui) June 17, 2023
SPEED MET RONALDO FINALLY 😭 pic.twitter.com/pgcFIqVSJb
— Speedy Updates (@SpeedUpdates1) June 17, 2023