Mark Bjarka dugði ekki til (Myndskeið)

Bjarki Steinn í leik með Foggia.
Bjarki Steinn í leik með Foggia. Ljósmynd/Foggia

Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Foggia, skoraði í öðrum leik úrslitaeinvígis umspils um sæti í B-deild ítölsku knattspyrnunnar í dag á móti Lecco en lokatölur urðu 3:1, Lecco í vil.

Bjarki kom sínum mönnum yfir á 4. mínútu leiksins með góðu marki. Franco Lepore jafnaði fyrir lið Lecco á 34. mínútu áður en Erald Lakti kom Lecco yfir á 78. mínútu. Franco Lepore gulltryggði síðan sigur Lecco á 88. mínútu.

Lecco vann fyrri leikinn 2:1, þannig að samanlagt endaði einvígið 5:2 og Lecco leikur í B-deildinni á næsta tímabili.

Þetta var áttundi og síðasti leikur Bjarka og félaga í Foggia í umfangsmiklu umspili C-deildarinnar þar sem 28 lið léku útsláttarkeppni um eitt sæti í B-deildinni.

Myndskeið af marki Bjarka má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert