Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Foggia, skoraði í öðrum leik úrslitaeinvígis umspils um sæti í B-deild ítölsku knattspyrnunnar í dag á móti Lecco en lokatölur urðu 3:1, Lecco í vil.
Bjarki kom sínum mönnum yfir á 4. mínútu leiksins með góðu marki. Franco Lepore jafnaði fyrir lið Lecco á 34. mínútu áður en Erald Lakti kom Lecco yfir á 78. mínútu. Franco Lepore gulltryggði síðan sigur Lecco á 88. mínútu.
Lecco vann fyrri leikinn 2:1, þannig að samanlagt endaði einvígið 5:2 og Lecco leikur í B-deildinni á næsta tímabili.
Þetta var áttundi og síðasti leikur Bjarka og félaga í Foggia í umfangsmiklu umspili C-deildarinnar þar sem 28 lið léku útsláttarkeppni um eitt sæti í B-deildinni.
Myndskeið af marki Bjarka má sjá hér fyrir neðan.
👤 Bjarki Steinn Bjarkason (f.2000)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) June 18, 2023
🇮🇹 Foggia
🆚 Lecco
📽️ #Íslendingavaktin
🇮🇹 #serieCplayoffs pic.twitter.com/uSpoPzoKsj