Messi fær vin sinn til Miami

Sergio Busquets klappar fyrir áhorfendum þegar hann gekk af velli …
Sergio Busquets klappar fyrir áhorfendum þegar hann gekk af velli í síðasta leik sínum fyrir Barcelona á dögunum. AFP/Pau Barrena

Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Busquets er að skrifa undir tveggja ára samning við bandaríska félagið Inter Miami.

Íþróttafréttamaðurinn Toni JuanMartí segir það klárt að hann fari til Inter Miami í sumar og muni gera tveggja ára samning. Búist er við því að Inter Miami muni senda frá sér tilkynningu þess efnis fljótlega.

Eins og öllum er kunnugt um er Lionel Messi að ganga til liðs við félagið í júlí þegar samningur hans við PSG rennur út. Messi og Busquets voru liðsfélagar hjá Barcelona um árabil.

Eitt af skilyrðum Messi þegar hann samþykkti að ganga til liðs við Inter Miami var að liðið myndi sækja sterka leikmenn. Nú virðist einn firnasterkur leikmaður vera á leiðinni og er úrúgvæski framherjinn Luis Suárez einnig orðaður við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert